Meiri samdráttur hjá Icelandair en erlendu flugfélögunum

Í nýliðnum ágúst fækkaði brottförunum frá Keflavíkurflugvelli um 77 prósent. Hjá Icelandair var breytingin ennþá meiri.

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd: Isavia

Það voru farnar að jafnaði átján áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í ágúst. Meðaltalið á sama tíma í fyrra var áttatíu og ein ferð á dag samkvæmt talningum Túrista. Niðursveiflan nemur um sjötíu og sjö prósentum.

Hjá Icelandair fækkaði ferðunum hlutfallslega meira eða um áttatíu og fimm prósent.

Icelandair er þó sem fyrr umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli því félagið stóð undir fjörutíu og fjórum prósentum allra ferða þaðan. Wizz air kom þar á eftir með fimmtung brottfara.

Áður en hertar aðgerðir voru teknar upp á landamærunum þann 19. ágúst þá var flugumferðin að jafnaði meiri á degi hverjum en hún var eftir breytingar. Mestu munaði þó um að í þotunum voru þá mun farþegar en áttu pantað far.