Meiri samdráttur í flugi yfir Norður-Atlantshafið héðan en frá Evrópu

Fjöldi flugvéla á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur dregist verulega saman vegna heimsfaraldursins.

newyork loft Troy Jarrell
Það er langt síðan flogið var frá Keflavíkurflugvelli til New York. Samtals lentu tíu þotur þar í borg frá Evrópu á mánudaginn. Mynd: Troy Jarrell / Unsplash

Þegar horft er til flugumferðarinnar í fyrradag, milli Evrópu og Norður-Ameríku, þá dróst hún saman um 71 prósenti í samanburði við sama dag fyrir ári síðan. Þetta sýna nýjar tölur frá Flugleiðsögustofnun Evrópu, Eurocontrol.

Ísland er ekki hluti af Eurocontrol en fækkunin í Norður-Ameríkuflugi héðan er ennþá meiri. Til marks um það var flogið átján sinnum til Bandaríkjanna og Kanada mánudaginn 23. september í fyrra samkvæmt gögnum Túrista. Að þessu sinni, 21. september sl., var aftur á móti engin ferð í boði frá Keflavíkurflugvelli vestur um haf.

Af þessum átján ferðum í fyrra þá voru fimmtán á vegum Icelandair. Auk þess stóðu Delta, American Airlines og Air Canada öll fyrir einni ferð hvert.

Kæri lesendi, á næstu dögum verður Túrista læst að hluta. Þar með verður þorri greinanna sem hér birtast aðeins aðgengilegur áskrifendum. Þetta er sú leið sem fjöldi netmiðla út í heimi hefur farið og sérstaklega þeir sérhæfðu eins og Túristi sannarlega er. Tekjur af auglýsingasölu duga einfaldlega ekki lengur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið verða birtar innan skamms.