Of fáir bóka ferðalög fram tímann

Í annað skiptið á stuttum tíma hafa stjórnendur Ryanair dregið úr áætlun félagsins um fimmtung. Þar með er aðeins gert ráð fyrir fjörutíu prósent afköstum hjá þessu stærsta lágfargjaldaflugfélagi Evrópu í október.

Í tilkynningu frá félaginu í dag segir að ferðatakmarkanir innan Evrópu hafi dregið úr eftirspurn. Almenningur bóki einfaldlega ekki flugmiða fram í tímann nú þegar Evrópuríki breyta reglulega sóttvarnarreglum og oft með stuttum fyrirvara.

Verði áframhald á þessu þá gera stjórnendur Ryanair ráð fyrir að frekari niðurskurður sé framundan í vetur.