Oftast flogið héðan til Þýskalands og Danmerkur

Frá Keflavíkurflugvelli var flogið til samtals nítján landa í ágúst.

Frankfurt var sú þýska borg sem oftast var flogið til í ágúst. Mynd: Marius Christensen / Unsplash

Áætlunarferðunum frá Keflavíkurflugvelli fækkaði um þrjá fjórðu í síðasta mánuði. Munar þar miklu um að allt flug héðan til Kanada liggur niðri og ferðirnar til Bandaríkjanna eru örfáar.

Það voru því nær eingöngu í boði ferðir héðan til Evrópu og þá langflestar til Þýskalands, Danmerkur og Bretlands eins og sjá má á súluritinu.