Samfélagsmiðlar

Opna á umræðu um þjóðnýtingu Norwegian

Fyrir rúmum tveimur árum seldi norska ríkisstjórnin hlut sinn í SAS en nú gæti styst í að hið opinbera blandi sér á ný í flugrekstur.

Þessa dagana mæta forráðamenn norskra flugfélaga reglulega til fundar við Iselin Nybø, viðskiptaráðherra Noregs. Þangað komu til að mynda stjórnendur SAS og Norwegian í síðustu viku í tengslum við ósk þeirra um að norska ríkið bæti flugrekendum helming þess tjóns sem heimsfaraldurinn hefur valdið. Sú upphæð samsvarar rúmlega tvö hundrað milljörðum króna.

Umræðan um Norwegian snýr þó ekki aðeins að þessum mögulegu bótum því Jacob Schram, forstjóri, hefur viðurkennt að félagið komist að óbreyttu ekki í gegnum veturinn.

Schram hefur því kallað eftir einhverskonar aðkomu ríkisins. Og undir þessa beiðni tekur þingmaðurinn Jon Gunnes, samflokksmaður Nybø viðskiptaráðherra og talsmaður Venstre í samgöngumálum.

Í viðtali við TV2 í Noregi viðrar Gunnes þá hugmynd að norska ríkið veiti Norwegian auknar lánaábyrgðir eða setji jafnvel inn hlutafé. Hann sér þó ekki fyrir sér að hið opinbera verði meðeigandi í Norwegian í lengri tíma en núna eru rúm tvö ár síðan Norðmenn seldu hlut sinn í SAS.

Gunnes er ekki eini þingmaðurinn á Stórþinginu sem vill skoða frekari stuðning við Norwegian. Þannig funduðu þrír þingmanna Framfaraflokksins með stjórnendum flugfélagsins fyrir helgi.

Talmaður Kristilega flokksins í samgöngumálum segir svo í samtali við TV2 að hann útiloki ekki neitt þegar hann spurður um mögulega aðkomu norska ríkisins að Norwegian.

Nú morgun gaf breski bankinn HSBC út nýtt mat á gengi hlutabréfa í Norwegian. Sérfræðingar bankans telja hvern hlut aðeins virði 25 norska aura en gengið var rétt um 90 aurar í lok gærdagsins. Gengið var aftur á móti ein norsk króna á hlut í hlutafjárútboði félagsins í sumarbyrjun.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …