Reyna að ýta undir ferðaáhugann

Það fer lítið fyrir ferðaauglýsingum í íslenskum fjölmiðlum en stærsta ferðaskrifstofa heims gerir nú tilraun til að fá frændur okkar á hinum Norðurlöndunum til að panta sér ferðir.

Ný auglýsingaherferð TUI er nú áberandi á götum norrænu höfuðborganna. Mynd: TUI

„Ég held að það hafi aldrei verið eins mikilvægt að láta sig dreyma um ferðalag,“ segir Lisa Rönnberg, markaðsstjóri TUI ferðaskrifstofanna á Norðurlöndunum, um nýja auglýsingaherferð fyrirtækins. En þessi stærsti ferðaskipuleggjandi í heimi hleypti af stokkunum nú í vikunni árlegri auglýsingaherferð sinni þrátt fyrir að ferðalög milli landa liggi nú að miklu leyti niðri.

Segja má að stjórnendur TUI á Norðurlöndunum fari þarna nokkuð aðra leið starfsbræður þeirra hér á landi. Í íslenskum fjölmilum sjást varla lengur auglýsingar á flugferðum eða utanlandsreisum þó vissulega sendi ferðaskrifstofur jafnt og þétt út tölvupósta.

Sýnishorn af auglýsingaherferð TUI á Norðurlöndunum: