Stjórnarmenn og stjórnendur keyptu fyrir 93,7 milljónir króna

Forstjóri og allir framkvæmdastjórar Icelandair Group tóku þátt í hlutafjárútboðinu í gær.

Mynd: Sigurjón Ragnar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, skráði sig fyrir hlutabréfum upp á sautján og hálfa milljón í hlutafjárútboðinu í gær. Þetta kemur fram í kaupahallartilkynningu.

Þar sést líka að öll framkæmdastjórn félagsins skráði sig fyrir bréfum en þó í gegnum eignarhaldsfélög. Þrír af fimm stjórnarmönnum keyptu jafnframt bréf í gær eins og sjá má á listanum hér fyir neðan.

Þátttaka stjórnarmanna og stjórnenda í hlutafjárútboðinu:

Árni Hermannson, framkvæmdastjóri Loftleiða, 6 milljónir kr.
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, 12 milljónir kr.
John F. Thomas, stjórnarmaður, 2,7 milljónir kr.
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, 16 milljónir kr.
Bogi Nils Bogason, forstjóri, 17,5 milljónir kr.
Gunnar Már Sigurfinnson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, 4,5 milljónir kr.
Svafa Grönfeldt, stjórnarmaður, 10 milljónir kr.
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, 6 milljónir kr.
Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, 8 milljónir kr.
Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður, 5 milljónir kr.
Tómas Ingason, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs og þróunar, 6 milljónir kr.