Taka upp þráðinn í Íslandsflugi eftir mánaðarhlé

Þotur Airbaltic taka nú stefnuna á Keflavíkurflugvöll á ný.

MYND: AIRBALTIC

Áætlunarflug Airbaltic hingað til lands frá Riga í Lettlandi hefur legið niðri síðan sjöunda ágúst. Nú verður hins vegar breyting á því í dag er von á þotu félagsins til Keflavíkurflugvallar. Í framhaldinu eru ætlunin að bjóða upp á þrjár ferðir í viku.

Í tilkynningu frá Airbaltic segir að félagið geti nú hafið flug á ný til níu áfangastaða, þar á meðal Íslands, eftir tilslakanir lettneskra stjórnvalda varðandi komur ferðafólks. Þar í landi er þó áfram gerð krafa um tveggja vikna sóttkví komi fólk frá löndum þar sem fjöldi nýrra smita af Covid-19 eru fleiri en sextán á hverja eitt hundrað þúsund íbúa.

Í farþegum talið er Airbaltic aðeins stærra flugfélag en Icelandair því í fyrra flutti félagið um fimm milljónir farþega. Um 4,4 milljónir ferðuðust á sama tíma með Icelandair. Félögin tvö kynntu nýverið samstarf sína á milli um farþegaflug.