Þær þrjátíu þjóðir sem bókuðu flestar hótelnætur á Íslandi í júlí

Gistinóttum útlendinga á íslenskum hótelum fækkaði um áttatíu af hundraði í júlí. Danir, Færeyingar og Grænlendingar bættu þó við sig en Þjóðverjar keyptu flestar gistingar.

MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Ennþá eru ferðalög milli landa takmörkuð vegna útbreiðslu Covid-19. Í júlí voru reglurnar hér á landi þó ekki eins strangar og þær eru í dag. Engu að síður fækkaði brottförum erlendra farþega um áttatíu prósent í þeim mánuði. Samdrátturinn í gistinóttum útlendinga var hlutfallslega sá sami samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Munar þar mestu um að nær eingöngu ferðamenn frá Evrópu geta ferðast innan álfunnar. Og þar með raða Evrópuþjóðir sér í efstu sætin á listanum yfir þær erlendur þjóðir sem stóðu undir flestum gistinóttum hér á landi í júlí.