Tvær brottfarir í dag en tuttugu og fjórar fyrir mánuði síðan

Svona hefur umferðin um Keflavíkurflugvöll þróast síðustu mánuði.

Það eru fáir sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þessa dagana. MYND: ISAVIA

Það er ekki úr mörgum ferðum að velja þessa dagana fyrir þá sem eiga erindi út í heim. Í dag verður til að mynda aðeins flogið til Amsterdam og London því hinum sjö brottförum dagsins hefur verið aflýst.

Fyrir mánuði síðan, þann 22. ágúst, var staðan allt önnur því þá voru tuttugu og fjórar brottfarir á dagskrá Keflavíkurflugvallar. Ferðirnar voru sautján þann 22. júlí og tíu mánuðinn þar á undan eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Það var þann 19. ágúst sem hertari reglur voru teknar upp á landamærunum og síðan þá hafa allir sem til landsins koma þurft að fara í allt að sex daga sóttkví.

Kæri lesendi, á næstu dögum verður Túrista læst að hluta. Þar með verður þorri greinanna sem hér birtast aðeins aðgengilegur áskrifendum. Þetta er sú leið sem fjöldi netmiðla út í heimi hefur farið og sérstaklega þeir sérhæfðu eins og Túristi sannarlega er. Tekjur af auglýsingasölu duga einfaldlega ekki lengurNánari upplýsingar um fyrirkomulagið verða birtar innan skamms.