Það voru um sex hundruð flugmenn starfandi hjá Icelandair fyrir ári síðan. Þá var hlutfall kvenna í hópnum hærra en þekktist hjá flugfélögum á Vesturlöndum. Eftir hópuppsagnir síðustu mánaða hefur hlutfallið lækkað hratt en sambærileg þróun hefur átt sér stað úti í heimi. Stjórnendur Icelandair settu sér það markmið í fyrra að fjölga stöðugildum kvenflugmanna um fjórðung fram til ársins 2025.