„Barið á mér endalaust úr öllum áttum. Jafnvel þó ég hafi náð að snúa við rekstri sem hafði verið erfiður í 40 ár.“

„Þetta var eitt af því sem mér hefur tekist best til með á ferlinum og mér bar gæfa til að fá inn gott fólk með mér.“ Almar Örn Hilmarsson um tíð sína hjá Iceland Express.

Það má segja að enginn Íslendingur hafi álíka reynslu af stjórnun flugfélaga og Almar Örn Hilmarsson hefur. Hann fór frá því að stýra Iceland Express í að sameina tvö dönsk en ólík flugfélög. Reksturinn var kominn réttum megin við núllið en svo var allt búið tæpu ári síðar. Almar ræðir fer hér yfir tíð sína hjá Iceland Express og Sterling.

„Ég var aldrei neinn áhugamaður um flug og hafði engan metnað til að vera í flugrekstri. Þetta kom bara upp í hendurnar á mér á sínum tíma þegar Pálmi [Haraldsson] og Jóhannes [Kristinsson] voru að skoða Iceland Express. Ég var þá forstjóri Tæknivals og langaði ekki að fara frá því fyrirtæki. En þeir gengu á eftir mér og fór ég að skoða málið betur og sá að það eitthvað þarna. Þetta var vörumerki og valkostur sem fólk var ánægt með. Neytendur vildu eitthvað nýtt,“ segir Almar Örn Hilmarsson um aðdraganda þess að hann tók við sem framkvæmdastjóri Iceland Express árið 2004. Hann var þá rétt liðlega þrítugur að aldri.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.