Bestu flugfélög næsta árs

Þó ferðalög milli heimsálfa liggi að mestu niðri þá efndi Conde Nast ferðaritið engu að síður til sinnar árlegu lesendakönnunar. Og hér eru niðurstöðurnar í flokki flugfélaga.

MYND: Aman Bhargava

Það eru helst þotur fullar af frakt en ekki fólki sem nú fljúga yfir úthöfin. Þegar líður á næsta ár verða þó vonandi fleiri sem leggja í ferðalög til landa í öðrum heimsálfum. Alla vega virðast lesendur eins útbreiddasta ferðarits Bandaríkjanna, Conde Nast Traveler, horfa langt út í heim. Og þá sérstaklega til Asíu eins listinn yfir þau alþjóðlegu flugfélög sem fengu flest stig í lesendakönnun blaðsins ber vott um.

Á honum er aðeins eitt af flugfélögum sem flýgur til Keflavíkurflugvallar. Það Austrian Airlines sem býður upp á ferðir hingað frá Vínarborg yfir sumarmánuðina. Þó reyndar á vegum leiguflugfélagsins, Austrian Holidays.

Bestu alþjóðlegu flugfélögin að mati lesenda Conde Nast Traveler 2021.

 1. Singapore Airlines
 2. Emirates
 3. Qatar Airways
 4. Air New Zealand
 5. Qantas
 6. SriLankan Airlines
 7. Aegan Airlines
 8. Turkish Airlines
 9. Eva Air
 10. Garuda Indonesia
 11. Japan Airlines (JAL)
 12. Austrian Airlines
 13. Virgin Australia Airlines
 14. Virgin Atlantic
 15. ANA