Bólusetningar í Evrópu hefjast í fyrsta lagi í apríl

Biðin eftir bóluefni vegna Covid-19 gæti orðið nokkru lengi en vonir stóðu til fyrr í ár. Forstjóri Icelandair kallar eftir því að stjórnvöld gefi út hvernig staðið verði að málum við landamærin næsta sumar.

Ursula von der Leyen, forseti Evrópuráðsins.

Heilbrigðisyfirvöld í Evrópu mega búa sig undir að bíða fram í apríl eftir nægjanlegu magni af bóluefni gegn Covid-19. Þetta kom fram í máli Ursula Von Der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrr í dag.

Sagði hún að í besta falli tækist að afhenda um fimmtíu milljón skammta af bóluefninu í hverjum mánuði þegar það yrði loks farið í framleiðslu samkvæmt frétt Reuters.

Lengi hefur verið horft til þess að bólusetningar séu forsenda fyrir því að ferðalög milli landa verði með eðlilegri hætti á ný. Flugsamgöngur til og frá Íslandi hafa til að mynda verið mjög takmarkaðar síðustu tvo mánuði.

Og það fram kom í máli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á netráðstefnu á vegum Ferðamálastofu í morgun, að nauðsynlegt væri að stjórnvöld gæfu fljótt út hvaða sóttvarnarreglur muni gilda hér á landi næsta sumar. Þannig mætti draga úr óvissunni varðandi ferðalög hingað til lands fyrir útlendinga yfir háannatímann á næsta ári.

Þessi grein er opin öllum lesendum en núna er meirihluti frétta Túrista aðeins fyrir áskrifendur. Smelltu hér til að kynna þér málið.