Samfélagsmiðlar

Breski ferðarisinn bíður átekta með Íslandsferðir

Hingað koma allt að fimmtán þúsund ferðamenn hvern vetur á vegum TUI ferðaskrifstofunnar í Bretlandi. Þrátt fyrir ástandið þá er ennþá haldið í vonina um að hluti af vetrarprógramminu verði að veruleika segir framkvæmdastjóri Snæland Grímsson.

„Það líta margir á okkur sem rútufyrirtæki en við erum í raun ferðaskrifstofa með eigin rútur,“ segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson. Fyrirtækið heldur utan um Íslandsreisur farþeganna sem hingað koma á vegum TUI í Bretlandi.

„Þessar ferðir eru seldar með allt að eins árs fyrirvara og sala fyrir þennan vetur fór vel af stað þó svo að Covid hafi að sjálfsögðu sett strik í reikninginn. Lengi vel voru allir vongóðir um að faraldurinn yrði genginn yfir þegar komið yrði að fyrstu brottförunum núna í nóvember. Svo þegar á leið varð ljóst að það gengi ekki eftir. Þá voru brottfarirnar í nóvember felldar niður og sú fyrsta færð yfir til 2. desember. Núna eru líkurnar á það gangi eftir að verða minni með hverjum degi sem líður. Enda þarf að fara í skimun og sóttkví við komuna bæði hér á landi og í Bretlandi,“ segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson, sem skipuleggur Íslandsdvöl bresku ferðamannanna frá a til ö.

Og hópurinn er stór því að jafnaði koma á bilinu fjórtan til fimmtán þúsund Bretar með TUI hvern vetur. Samstarfið við bresku ferðaskrifstofuna er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Snæland Grímsson heldur líka fjölda annarra ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. „Það eru fáir aðilar eins og TUI sem geta og hafa möguleika á því að koma með þennan mikla fjölda ferðamanna til landsins í skipulagðar ferðir yfir vetrartímann,“ bætir Hallgrímur við.

Norðurljósin aðal aðdráttaraflið

Hann segir að fyrstu samskipti Snæland Grímsson við TUI í Bretlandi megi rekja átta ár aftur tímann en fyrstu farþegarnir komu þó ekki fyrr en í janúar 2015. „Þá fór fyrsta leiguflugsserían í gang með tvö flug í viku frá janúar og fram í mars. Flogið frá tveimur breskum flugvöllum og eftirspurnin fór fram úr björtustu vonum,“ segir Hallgrímur. 

Ferðir TUI hafa verið þriggja og fjögurra nátta reisur með gistingu á mismunandi hótelum í Reykjavik og svo er boðið upp á dagsferðir á helstu ferðamannastaði. Til viðbótar eru norðurljósaferðir á kvöldin en þau eru eitt aðal aðdráttaraflið í þessum ferðum að sögn Hallgríms.

Áhuginn bundinn við vetrarferðir

Í ljósi þess hve eftirspurnin var mikil eftir vetrarferðunum hingað þá fjölgaði TUI brottförunum og fyrsta ferð þá farin strax í nóvember. „Framboðið hefur svo verið meira og minna óbreytt síðustu ár þó við höfum fundið fyrir dræmari sölu síðustu tvö ár þar sem hátt gengi krónunar hefur hækkað verðlagið á þessum ferðum í Bretlandi,“ segir Hallgrímur.

Hann hefur ekki trú á því að TUI horfi í staðinn til ferða hingað næsta sumar ef vetrardagskráin gengur ekki eftir. „Áhugi Breta á Íslandi virðist nefnilega að mestu vera bundinn við veturinn. Yfir sumarmánuðina þá hefur TUI í nógu að snúast að koma Bretum í sólina á Spáni og annars staðar við Miðjarðarhafið.“

Þrátt fyrir Covid-19 þá segist Hallgrímur þó handviss um að þegar faraldurinn er yfirstaðinn þá verði ferðaþjónustan fljót að taka við sér. „En til þess að það geti orðið þarf að passa að fyrirtækin og innviðirnir séu tilbúnir.“

Án stuðnings væri staðan ennþá verri

Spurður um stöðuna hjá Snæland Grímsson í dag þá segir Hallgrímur hana grafalvarlega. „Fyrirtækið hefur verið nánast tekjulaust síðan í apríl og þó það hafi opnast smá gluggi í sumar þá var það bara brot af því sem við er erum vön. Við höfum dregið saman seglin eins og hægt er og bíðum eftir því að Covid fárinu linni.“

Snæland Grímsson hefur nýtt sér öll þau úrræði sem stjórnvöld hafa boðið fyrirtækjum vegna ástandsins. „Án þess þá væri staðan enn verri. Við bindum vonir við að stjórnvöld komi með stuðning til handa ferðaþjónstufyrirtækjunum svo þau þreyi veturinn og geti haldið uppi lágmarksstarfsemi. Það væri mjög alvarlegt fyrir ferðaþjónustuna að missa frá sér lylkil starfsfólk og mannauðinn. Þetta er mjög viðkvæm atvinnugrein sem byggir á gagnkvæmu trausti á milli viðskiptaaðila auk þess sem við erum að vinna með og skipuleggja ferðir langt fram í tímann. Ef við náum ekki að viðhalda sambandinu við viðskiptavini okkar þá getur tekið langan tíma að koma hlutunum í samt lag aftur. Ef það er yfirleitt hægt,“ segir Hallgrímur að lokum.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …