„Þessar ferðir eru seldar með allt að eins árs fyrirvara og sala fyrir þennan vetur fór vel af stað þó svo að Covid hafi að sjálfsögðu sett strik í reikninginn. Lengi vel voru allir vongóðir um að faraldurinn yrði genginn yfir þegar komið yrði að fyrstu brottförunum núna í nóvember. Svo þegar á leið varð ljóst að það gengi ekki eftir. Þá voru brottfarirnar í nóvember felldar niður og sú fyrsta færð yfir til 2. desember. Núna eru líkurnar á það gangi eftir að verða minni með hverjum degi sem líður. Enda þarf að fara í skimun og sóttkví við komuna bæði hér á landi og í Bretlandi,“ segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson, sem skipuleggur Íslandsdvöl bresku ferðamannanna frá a til ö.
Og hópurinn er stór því að jafnaði koma á bilinu fjórtan til fimmtán þúsund Bretar með TUI hvern vetur. Samstarfið við bresku ferðaskrifstofuna er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Snæland Grímsson heldur líka fjölda annarra ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. „Það eru fáir aðilar eins og TUI sem geta og hafa möguleika á því að koma með þennan mikla fjölda ferðamanna til landsins í skipulagðar ferðir yfir vetrartímann,“ bætir Hallgrímur við.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.