British Airways snýr aftur til Íslands

Breska flugfélagið gerði hlé á ferðum sínum hingað í haust en nú er gert ráð fyrir reglulegum ferðum á ný.

british airways

Rétt í þessu lenti Airbus A320 þota British Airways á Keflavíkurflugvelli. Þetta er fyrsta áætlunarferð félagsins hingað til lands frá því 30. ágúst en félagið heldur alla jafna úti flugi til Íslands frá Heathrow flugvelli við Lundúnir allt árið um kring.

Flugáætlun British Airways gerir nú ráð fyrir allt að fjórum ferðum í viku hingað frá London. Til samanburðar flaug Icelandair aðeins átta ferðir til bresku höfuðborgarinnar í september og hefur fellt niður ferð sína þangað í dag og líka á morgun.

British Airways er ekki eins erlenda flugfélagið sem hingað flýgur í dag því hingað koma líka þotur easyJet og Airbaltic. Öll félög bjóða upp á eina ferð í dag og það gerir Icelandair líka.