Eingöngu MAX þotur í flugi til 11 áfangastaða í sumar

Undir lok vetrar gerir Icelandair ráð fyrir að farþegum félagsins verði á ný flogið út í heim með Boeing MAX flugvélum.

MAX þota Icelandair í Berlín árið 2018. Icelandair gerir aftur ráð fyrir að fljúga farþegum sínum til borgarinnar í MAX þotum næsta sumar. MYND: TEGET BERLIN AIRPORT

Stjórnendur American Airlines hafa gefið út að Boeing MAX þotur verði nýttar í ferðir milli New York og Miami í Bandaríkjunum frá og með áramótum. Ennþá eru þó allar flugvélar af þessari tegund kyrrsettar um heim allan en vonir eru bundnar við að bandarísk flugmálayfirvöld veiti flugfélögum heimild til að nota þær á ný fyrir lok þessa árs. Í framhaldinu gætu evrópsk og kanarísk yfirvöld gert slíkt hið sama.

Icelandair á mikið undir því að flugvélarnar komist á loft sem fyrst enda verða þær uppistaðan í flugflota félagsins næstu ár. Á því næsta er þannig gert ráð fyrir að níu af tuttugu og þremur þotum félagsins verði af tegundum MAX8 og MAX9.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.