Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði meira en flugferðunum

Að jafnaði áttu tæplega þúsund farþegar á dag leið um ganga Leifsstöðvar í september.

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. MYND: ISAVIA

Áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli dróst saman um 89 prósent í september samkvæmt talningu Túrista. Nýjar farþegatölur Isavia sýna svo að farþegunum fækkaði á sama tíma um 95,6 prósent. Aðeins 28.317 farþegar áttu leið um sali Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í nýliðnum mánuði sem er álíka fjöldi og í júní. Batinn sem átti sér stað í júlí og ágúst gekk því tilbaka.