Flugfélagið sem sjaldnast flýgur

Á flugvöllum út í heimi eru brottfarir Icelandair meðal þeirra örfáu sem merktar eru „cancelled" dag eftir dag. Önnur flugfélög beina jafnvel viðskiptavinum sínum til Icelandair haldandi að áætlun félagsins standist. Sem hún gerir þó sjaldnast.

Svona eru flug Icelandair merkt á evrópskum flugvöllum þessa dagana. Þrátt fyrir ástandið er það fátítt að ferðir séu felldar niður með eins stuttum fyrirvara og Icelandair gerir.

Þotur Icelandair ættu að fljúga sextíu og níu sinnum frá Íslandi í þessari viku samkvæmt tímabundinni flugáætlun félagsins. Í eðlilegu árferði hefðu ferðirnar verið miklu fleiri.

Þrátt fyrir samdráttinn þá stenst þessi uppfærða flugáætlun sjaldnast. Í dag hefur öllum ferðum Icelandair nema einni verið aflýst og nú fyrir hádegi voru nærri allar ferðir fimmtudagsins slegnar út af borðinu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.