Gjaldþrot ferðaskrifstofuveldis Arion banka kostar danska ferðaábyrgðasjóðinn 2,2 milljarða króna

Eignarhald Arion banka á Heimsferðum og tveimur dönskum ferðaskrifstofum var fært úr dönsku félagi yfir í íslenskt í síðustu viku. Tilkynnt var um gjaldþrot þess danska í gær.

Skjámynd af vef TravelCo.

„Þetta verður án vafa stærsta tapið í sögu sjóðsins þar sem Travelco Nordic var ein stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur," segir tilkynningu sem danski ferðaábyrgðasjóðurinn sendi frá sér í fyrradag í tengslum við gjaldþrot Travelco Nordic.

Það félag var í eigu Arion banka og hélt utan um eign hans í sex norrænum ferðaskrifstofum, þar á meðal Heimsferðum. Áður tilheyrðu ferðaskrifstofurnar Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar sem Arion tók yfir sumarið 2019.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.