Samfélagsmiðlar

Gjaldþrot ferðaskrifstofuveldis Arion banka kostar danska ferðaábyrgðasjóðinn 2,2 milljarða króna

Eignarhald Arion banka á Heimsferðum og tveimur dönskum ferðaskrifstofum var fært úr dönsku félagi yfir í íslenskt í síðustu viku. Tilkynnt var um gjaldþrot þess danska í gær.

Skjámynd af vef TravelCo.

„Þetta verður án vafa stærsta tapið í sögu sjóðsins þar sem Travelco Nordic var ein stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur,“ segir tilkynningu sem danski ferðaábyrgðasjóðurinn sendi frá sér í fyrradag í tengslum við gjaldþrot Travelco Nordic.

Það félag var í eigu Arion banka og hélt utan um eign hans í sex norrænum ferðaskrifstofum, þar á meðal Heimsferðum. Áður tilheyrðu ferðaskrifstofurnar Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar sem Arion tók yfir sumarið 2019.

Í viðtali við Ekstrabladet í Danmörku fullyrðir framkvæmdastjóri danska ferðaábyrgðasjóðsins að tjón hans vegna falls TravelCo verði að minnsta kosti um eitt hundrað milljónir danskra króna eða um 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Líkt og Túristi hefur fjallað um þá óskuðu forráðamenn TravelCo eftir leyfi hjá dönskum dómstólum til að hefja fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins fyrr í þessum mánuði.

Í tengslum við þá vinnu voru Heimsferðir og helmingshlutur í dönsku ferðaskrifstofunni Bravo Tours færð yfir í Sólbjarg ehf. sem einnig er í eigu Arion banka og Benedikt Gíslason, bankastjóri er stjórnarformaður í.

Túristi hefur óskað eftir skýringum frá Arion banka á þessum sviptingum í danska eignarhaldafélaginu síðustu daga. Í svari bankans er fullyrt að sala á TravelCo Nordic hafi verið á lokametrunum þegar heimsfaraldurinn skall á. Nú hafi fjárhagsstaða þess aftur á móti versnað til muna líkt og hjá öðrum félögum sem starfa í ferðaþjónustu.

„TravelCo er eina eign Sólbjargs, dótturfélags Arion banka, og er virði þess samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung tæpar 400 milljónir. Var eignin færð niður um rúman milljarð króna á fjórðungnum,“ segir í svari bankans.

Hvorki Arion banki né þeir aðilar sem sýnt höfðu kaupum á félaginu áhuga treystu sér aftur á móti til að starfrækja það áfram í óbreyttri mynd. Af þeim sökum fór TravelCo í fjárhagslega endurskipulagningu í Danmörku og félaginu skipaður sérstakur umsjónarmaður. Sá bauð allar eignir félagsins til sölu og bað áhugasömum að senda inn tilboð í eignirnar innan tiltekins frests.

„Danski ferðaábyrgðasjóðurinn skipar umsjónarmann í slíku ferli þegar um ferðaþjónustuaðila er að ræða og hefur atkvæðisrétt að því er varðar ákvörðunartöku í slíkri sölu. Arion banki, ásamt nýjum dönskum fjárfestum og stjórnendum félagsins, gerði tilboð í eignir Bravo Tours og Sun Tours með það að markmiði að lágmarka það tjón sem þegar var orðið, m.a. með því að bjarga sem flestum störfum og er stefnan að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum félagsins. Tilboði því var tekið með vitneskju og samþykki danska ferðaábyrgðasjóðsins,“ segir í svari Arion banka.

Þar segir jafnframt að vonir bankans standi til þess að þeir aðilar sem nú koma inn í hluthafahópinn taki að fullu við eignarhaldinu með tíð og tíma.

Arion banki staðfestir að lokum að gengið hafi verið að veðum í Heimsferðum og verður íslenska ferðaskrifstofan í eigu Sólbjargs, dótturfélags Arion banka.

Ekki liggur fyrir hver verða örlög sænsku ferðaskrifstofunnar Solresor sem einnig tilheyrði TravelCo né Solia í Noregi eða Matkavekka í Finnlandi.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …