Samfélagsmiðlar

Gray Line hætt í Samtökum ferðaþjónustunnar

Stjórnendur Gray Line óskuðu eftir fjárhagslegum stuðningi SAF í deilu fyrirtækisins við Isavia. Því var hafnað þar sem hagsmunir félagsmanna af málinu voru ólíkir að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.

airportexpress

„Niðurstaðan varð sú að stæðisgjöld hópferðabíla voru lækkuð á bilinu 50 til 63 prósent frá upphaflegri gjaldskrá,” segir stjórnarformaður Gray Line um mál fyrirtækins gegn gjaldtöku Isavia.

Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, hópbifreiðafyrirtækið Allrahanda Gray Line, hefur sagt skilið við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF). Þetta staðfestir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrum varaformaður samtakanna, í svari við fyrirspurn Túrista.

Hann segir úrsögnina hafa verið þungbæra ákvörðun en það sem gerði útslagið var ákvörðun stjórnar SAF að hafna því að taka þátt í baráttu fyrirtækisins gegn „gjaldtökuokri” Isavia.

„Stjórn SAF taldi sig ekki beinan aðila að þessari baráttu þó svo að hún varðaði í raun hagsmuni allra félagsmanna samtakanna,” segir Þórir. Vísar hann til þess að þann 1. mars 2018 hóf Isavia að innheimta bílastæðagjöld á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð. Upphaflega var ætlunin að rukka allt að 19.900 krónur á hverja klukkustund sem var fáranlega hátt verð segir Þórir. Gray Line kærði því gjaldtökuna til Samkeppniseftirlitsins.

„Sú stofnun brást fljótt við og bannaði gjaldtökuna til bráðabirgða. Í framhaldinu lækkaði Isavia gjaldið. Næstu misseri áttu lögmenn okkar í miklum samskiptum við Samkeppniseftirlitið til að fylgja málinu eftir. Niðurstaðan varð sú að stæðisgjöld hópferðabíla voru lækkuð á bilinu 50 til 63 prósent frá upphaflegri gjaldskrá. Enn þurfti þó að tryggja varanlega lausn og með þrýstingi frá okkur setti Samkeppniseftirlitið í júlí síðastliðnum ákveðin skilyrði fyrir útreikningi gjalda Isavia til framtíðar,” rekur Þórir. 

Hann segir ferlið hafa staðið yfir í rúm tvö ár og verið tímafrekt. Við bætist svo lögfræði- og ráðgjafakostnaður upp á milljónir króna og því óskuðu stjórnendur fyrirtækisins eftir fjárhagslegri þátttöku SAF upp á tvær milljónir króna. 

Þeirri beiðni var hafnað og í svari til Túrista bendir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, á að bæði Gray line og Isavia hafi á þessum tíma verið aðilar að samtökunum. Til viðbótar hafi nokkur önnur hópferðafyrirtæki haft ólíka hagsmuni af niðurstöðu málsins segir Jóhannes.

Í því samhengi má rifja upp a sumarið 2017 buðu Kynnisferðir og Hópbílar hæst í einkarétt á rútustæðunum sem eru næst Leifsstöð. Aðstöðuna nota fyrirtækin fyrir sætaferðir til Reyjavíkur. Gray Line býður einnig upp á þess háttar ferðir en þó frá fjarstæðunum sem eru lengra frá komusal flugstöðvarinnar.

Kynnisferðir og Hópbílar eru bæði hluti af SAF og framkvæmdastjóri þess fyrrnefnda er stjórnarmaður í samtökunum.

„Í raun má segja að fjórar ólíkar skoðanir og hagsmunir hafi verið uppi meðal félagsmanna gagnvart málinu. Það gefur auga leið að það er ekki einfalt fyrir samtök eins og SAF að draga taum eins félagsmanns umfram aðra í slíkri deilu,” bætir Jóhannes Þór við. Hann segist gera sér vonir um að Allrahanda Gray line verði sem fyrst hluti af samtökunum á ný. „Mikilvægi samtakamáttar ferðaþjónustufyrirtækja er meiri nú en nokkru sinni fyrr.“

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …