Gray Line hætt í Samtökum ferðaþjónustunnar

Stjórnendur Gray Line óskuðu eftir fjárhagslegum stuðningi SAF í deilu fyrirtækisins við Isavia. Því var hafnað þar sem hagsmunir félagsmanna af málinu voru ólíkir að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.

airportexpress
„Niðurstaðan varð sú að stæðisgjöld hópferðabíla voru lækkuð á bilinu 50 til 63 prósent frá upphaflegri gjaldskrá,” segir stjórnarformaður Gray Line um mál fyrirtækins gegn gjaldtöku Isavia. MYND: ALLRAHANDA GRAY LINE

Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, hópbifreiðafyrirtækið Allrahanda Gray Line, hefur sagt skilið við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF). Þetta staðfestir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrum varaformaður samtakanna, í svari við fyrirspurn Túrista.

Hann segir úrsögnina hafa verið þungbæra ákvörðun en það sem gerði útslagið var ákvörðun stjórnar SAF að hafna því að taka þátt í baráttu fyrirtækisins gegn „gjaldtökuokri” Isavia.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.