Hafa kært í tvígang og halda fluginu áfram tímabundið

Um mánaðamótin hefði flug til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði átt að hefjast í takt við skilmála útboðs Vegagerðarinnar. Af því verður þó ekki.

Frá flugvellinum við Bíldudal. MYND: ISAVIA

Flugfélagið Ernir hefur öðru sinni kært úthlutun Vegagerðarinnar á flugi til Bíldudals og Gjögurs. Útboð á þessum flugleiðum var haldið í sumar og í kjölfarið var gengið til samninga við Norlandair. Það flugfélag fékk einnig áætlunarferðirnar til Hafnar í Hornafirði sem boðnar voru út á sama tíma.

Síðustu ár hefur Flugfélagið Ernir sinnt ferðum til þessara þriggja flugvalla og kærðu stjórnendur þess niðurstöðu Ríkiskaupa og Vegagerðarinnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.