Hátíðarferðir til Íslands

Þeir sem eiga erindi til Færeyja yfir jóla eða áramót geta nú fengið far með Atlantic Airways.

Frá Gásadal í Færeyjum. Mynd: Joni Hedinger / visitfaroeislands.com

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar að bjóða upp á ferðir hingað til lands yfir jól og áramót en vanalega fljúga þotur félagsins til Keflavíkurflugvallar allt árið um kring. Nú liggur Íslandsflugið frá Vagar flugvelli við Þórshöfn hins vegar niðri vegna heimsfaraldursins.

Ferðirnar verða þó ekki margar því aðeins verður flogið mánudagana 21. og 28. desember og svo 4. janúar. Lagt er í hann frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf og lent í Færeyjum rétt um klukkan eitt.

Þessa dagana takmarkast umsvif Atlantic Airways við daglegar ferðir til Kaupmannahafnar eins fljúga þotur félagsins til Billund, Álaborgar og Edinborgar.