Helmingi færri flugu innanlands í september

Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um 96 prósent í síðasta mánuði. Á Egilsstöðum nam samdrátturinn rúmum fimmtungi.

Frá flugvellinum við Ísafjörð. MYND: AIR ICELAND CONNECT

Það voru rétt um 28 þúsund farþegar sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september. Sá hópur var þar með fámennari en fór um innanlandsflugvellina því samtals flugu nærri 31 þúsund innanlands í síðasta mánuði.

Það er þó um helmingi færri en á sama tíma í fyrra en minnstur var hann á Egilsstaðarflugvelli eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þess ber að geta að í samantekt Isavia er ekki að finna sundurliðaðar upplýsingar um farþegafjölda á minni flugvöllum landsins.