Samfélagsmiðlar

Hlutdeild Icelandair niður fyrir tíund á einni arðbærustu flugleiðinni

Hér má sjá hvernig farþegahópur Icelandair hefur stækkað og minnkað í einni af lykilborgum félagsins vestanhafs.

Það má segja að stjórnendur Icelandair hafi teflt djarft í mars árið 2009 þegar félagið hóf með stuttum fyrirvara sölu á farmiðum til borgarinnar Seattle í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Þegar þarna var komið við sögu var nefnilega skammt liðið frá efnahagshruninu mikla og áætlunarflug yfir á vesturströnd Bandaríkjanna er kostnaðarsöm útgerð.

Staða helstu eigenda Icelandair var líka það veik að ríkisbankarnir tveir, Íslandsbanki og Landsbankinn, tóku flugfélagið yfir skömmu eftir að farmiðasalan til Seattle hófst. Jómfrúarferðin var engu að síður farin nokkrum mánuðum síðar.

SAS gaf markaðinn eftir

Kveikjan að útrás Icelandair til Seattle liggur í sparnaðarprógrammi sem stjórnendur SAS kynntu í ársbyrjun 2009. Þar kom fram að ferðir félagsins vestur um haf yrðu skornar niður og bundinn yrði endi á áætlunarflugið til Seattle.

Þessi ákvörðun var mjög umdeild innan SAS samkvæmt samtali Túrista við einn af lykilstarfsmönnum flugfélagsins á þessum tíma. Ástæðan var sú að SAS hafði haldið úti fluginu til Seattle frá árinu 1966 og oftast með góðum árangri. Það er því ekki að furða að stjórnendur þess tala reglulega um að taka upp þráðinn í borginni.

Heimaborg stórfyrirtækja

Í þeim vangaveltum er ekki ósennilegt að horft sé til árangurs Icelandair sem hefur varla haft undan við að fjölga ferðunum til heimaborgar stórfyrirtækjanna Microsoft, Amazon, Starbucks og Boeing. Þangað flugu þotur félagsins allt að tvisvar á dag þegar mest lét en til samanburðar bauð SAS aldrei uppá fleiri ferðir en sex í viku. Reyndar nýtti það félag Boeing 747 og 767 breiðþotur í flugið á meðan Icelandair ferjar sína farþega á minni Boeing 757 þotum.

Það er heldur engin launung að flugleiðin til Seattle hefur verið ein sú arðbærasta í áætlun Icelandair síðastliðinn áratug. Og þar með ein helsta ástæða þess að félagið komst á flug á ný eftir fjárhagslega endurskipulagningu eftir hrun.

Hörð samkeppni síðustu ár

En þó SAS hafi ekki ennþá snúið aftur til Seattle þá hefur samkeppnin í Evrópuflugi þaðan harðnað og sérstaklega síðustu þrjú ár. Í takt við það þá hefur hlutdeild Icelandair sígið eins og sjá má hér fyrir neðan. Nú eru hún í fyrsta skipti komin niður fyrir tíund þegar horft er yfir tímabilið 2011 til 2019.

Þar vetur þungt að nú er hið írska Aer Lingus orðið hálfdrættingur á við Icelandair í Seattle. Farþegahópur þess félags stækkaði um nærri sjötíu prósent í fyrra en farþegum Icelandair fækkaði um fjóra af hundraði. Tölur sem Túristi hefur frá bandarískum flugmálayfirvöldum sína svo að sætanýtingin í flugi Icelandair til Seattle versnaði töluvert í byrjun þessa árs.

Miklu fleiri á ferðinni til Evrópu

Markaðurinn hefur þó stækkað hratt því í fyrra nýttu nærri í 1,6 milljón farþega sér Evrópuflug til og frá Seattle eða tvöfalt fleiri en árið 2011.

Túristi hefur ekki því miður ekki farþegatölur fyrir árin 2009 og 2010 en eins og ítrekað hefur komið fram hér á síðunni þá eru svona upplýsingar leyndarmál hjá íslenskum flugmálayfirvöldum á meðan flest önnur lönd líta á þau sem opinber gögn.

Nýtt efni

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …