Það fengust nærri þrír milljarðar króna fyrir þær þrjár Boeing 757-200 farþegaþotur sem Icelandair tilkynnti um sölu á í gærkvöld. Bókfært verð þotanna var á bilinu tveimur til þremur milljónum dollurum lægra samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu. Það jafngildir um 280 til 415 milljónum króna.