Sjóðir flugfélaga hefðu líklega tæmst fljótlega eftir að heimsfaraldurinn hófst ef allir farþegar hefðu farið fram á fulla endurgreiðslu vegna þeirra ferða sem felldar voru niður vegna ástandsins. Af þeim sökum buðu flugfélög viðskiptavinum sínum inneignarnótur í stað endurgreiðslu og þann kost hafa margir þegið.