Gistinóttum erlendra ferðamanna á íslenskum hótelum fækkaði um 398 þúsund í ágúst. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelunum um 55 þúsund. Á landsvísu má því segja að heimamenn hafi fyllt upp í fjórtán prósent af gatinu sem erlendu ferðamennirnir skildu eftir sig á markaðnum. Hlutfallið var þó mjög ólíkt milli landshluta eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.