Íslenskir gestir í þremur af hverjum fjórum tilfellum

Samtals var greitt fyrir 124 þúsund gistinætur hér á landi í september.

Samdrátturinn var mestur hjá hótelum á höfuðborgarsvæðinu. MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í september síðastliðnum dróst saman um 88 prósent samanborið við september 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 85 prósent, um 86 prósent á gistiheimilum og um 84 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða. Þetta kemur fram í frétt á veg Hagstofunnar.

Þar segir að greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum hafi verið um 124 þúsund í september en þær voru um rétt um milljón í sama mánuði árið áður. Um 74 prósent allra gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 93.000. Útlendingar stóðu þá undir um fjórðingi eða 32 þúsund nóttum.

Hlutfallslega var minnstur samdráttur á hótelum á Norðurlandi og Austurlandi eða 73 til 74 prósent en mestur á höfuðborgarsvæðinu í september þar sem hann nam níutíu af hundraði.