Breskir bílaframleiðendur gera ráð fyrir að smíða eina milljón bíla á þessu ári - töluvert fleiri en spáð hafði verið en færri en fyrir heimsfaraldur. Ríkisstjórnin hefur varið háum fjárhæðum í styrki til að örva framleiðsluna og afkastamiklir framleiðendur fjárfest mikið í nýjum verksmiðjum.
Fréttir
Fækka ferðunum til bandarísku höfuðborgarinnar
Það dregur aðeins úr samkeppni íslensku flugfélaganna í Washington borg eftir áramót.
Fréttir
Útgerðir leiðangursskipa lýsa andstöðu við innviðagjald
Í fyrstu drögum áætlunar um aðgerðir í tengslum við ferðamálastefnu til ársins 2030 kemur fram hugmynd um að lagt verði á sérstakt innviðagjald á skemmtiferðaskip sem flytja ferðamenn til Íslands og fara með þá hringinn í kringum það. „Gjaldtakan miðist við að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra aðila,“ segir í fyrstu tillögum starfshópa ferðamálaráðherra, sem … Lesa meira
Fréttir
Flug til útlanda lækkar mest en rafmagn, skór og appelsínur hækka meira en flest annað
Verð á nettengingum hefur líka lækkað og það sama gildir um símanotkun. Aftur á móti getur verið dýrara að fá sér ávöxt í kuldanum.
Fréttir
Útlitið líka dekkra hjá Play
Dregið hefur úr eftirspurn eftir Íslandsferðum vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Það hefur neikvæð áhrif á afkomu íslensku flugfélaganna.
Fréttir
Samskipti Grikkja og Breta í hnút vegna deilu um stolnar höggmyndir úr Meyjarhofinu
Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, átti í dag bókaðan fund með breskum starfsfélaga sínum, Rishi Sunak. Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast frestaði Sunak fundinum. Mitsotakis segir ástæðuna vera deila ríkjanna um skil á stolnum höggmyndum.
Fréttir
Merkilegustu mataruppgötvanir ársins
TIME tímaritið birti nýverið lista yfir bestu uppgötvanir í matvælageira Bandaríkjanna árið 2023. Á lokalistanum má finna það sem þótti markverðast af yfir 200 nýjungum sem mælt var fyrir og höfðu komið fram á árinu.
Fréttir
Upprisa stóru plötubúðarinnar
Fornfræg plötubúð HMV við Oxford-stræti númer 363 hefur verið endurreist eftir að hafa verið lokuð í fjögur ár. Verslunin var stofnuð fyrir 102 árum.