Keflavíkurflugvöllur niður um fjögur sæti á norræna listanum

Flugvellir í Svíþjóð og Noregi hafa farið fram úr Keflavíkurflugvelli á listanum yfir fjölförnustu flughafnir Norðurlanda. Flugvöllurinn í Trömsö fer þó ósennilega fram úr þeim íslenska fyrir árslok.

Það hefur verið tómlegt í Leifsstöð að undanförnu. MYND: ISAVIA

Það voru rétt um 1,3 milljónir farþega sem áttu leið um Keflavíkurflugvöll fyrstu níu mánuði ársins. Það er fækkun um 77 prósent frá sama tíma í fyrra og meiri samdráttur en varð á stærstu flugvöllum Norðurlandanna á sama tíma.

Skýringin á því liggur að miklu leyti í þeirri staðreynd að umsvifin á Keflavíkurflugvelli takmarkast við millilandaflug. Hjá öðrum þjóðum er innanlands- og alþjóðaflug ekki aðskilið með sama hætti og tíðkast hér á landi. Og í núverandi kreppu þá hefur niðursveiflan í ferðum innanlands verið mun minni en utanlandsferðum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.