Samfélagsmiðlar

Margir áhugasamir um skíðaferðir í Alpana

Þrátt fyrir að ferðalög milli landa séu takmörkuð þessa dagana þá gera ófáir sér vonir um að komast til útlanda þegar líður á veturinn. Þar á meðal er stór hópur skíðaáhugafólks sem hefur skráð sig á lista hjá GB-ferðum.

Frá Andermatt í Sviss einum af áfangastöðum GB-ferða í Ölpunum.

„Við verðum með skíðaferðir til Evrópu í vetur því það er of mikil óvissa með Bandaríkin. Ferðir til Aspen eru því á ís þangað til Icelandair hefur flug til Denver á ný. Við kvörtum samt ekki því það er af nægu að taka í Evrópu, sérstaklega Sviss. Stóra málið hjá okkur í vetur verður Andermatt og Engelberg í Sviss ásamt Kitzbühel í Austurríki. Þetta eru skíðasvæði sem með aðgerðum sínum uppfylla allar ítrustu sóttvarnarkröfur. Við nýtum ferðir Icelandair til Zürich og München til að koma farþegum út,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB-ferðum.

Spurður um eftirspurnina þá segir Jóhann að hún sé til staðar þó vissulega sé hún minni en á sama tíma í fyrra vegna ástandsins. Síðustu tvær vikur hafi salan þó glæðst. 

„Skíðaunnendur ætla ekki að láta núverandi ástand stöðva sig í að bóka skíðaferð enda tryggjum við öryggi fólks. Nú þegar hafa sex hundruð manns skráð sig á lista og vilja komast í skíðaferð hjá okkur í vetur. Svo það sé tekið fram þá fá viðskiptavinir okkar fulla endurgreiðslu í þeim tilfellum að lönd loka. Við áætlum að selja 600 til 800 einstaklingum skíðaferð í vetur ef ástandið verður eðlilegra á ný,“ segir Jóhann Pétur.

Til hvaða ráðstafana hefur verið gripið á skíðasvæðunum vegna kórónuveirunnar? 

„Í fyrsta lagi hafa sóttvarnir aukist til muna. Það er grímuskylda í almenningssamgöngum, rútum, kláfum og lestum. Sum svæði, til að mynda Andermatt, hafa bætt við lyftum ásamt því að stækka flest útisvæði veitingastaða enda eiga flest smit sér stað innanhúss samkvæmt„European Centre for Disease Prevention and Control“. Þannig að það má færa fyrir því rök að skíða- og golfferðir, þar sem þú ert utanhúss stóran hluta dagsins og forðast mannþröng á örðum tímum, teljist öruggur ferðamáti.“

Er verðið á ferðunum sambærilegt við það sem var í fyrra?

„Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að endursemja við alla okkar birgja. Í sumum tilfellum hefur það tekist vel. Við ætlum að bjóða sama verð og við gerðum í fyrra til Andermatt og Engelberg þrátt fyrir 20 prósentveikingu krónunnar. Lægsta verðið fyrir vikuferð með flugi er 139.000 kr. á mann í þriggja herbergja íbúð (6 saman í íbúð) hjá Andermatt Alpine Apartments. Þetta eru nýjar og glæsilegar íbúðir í Andermatt í öllum stærðum og gerðum. Þessi gisting er fyrir þá sem vilja vera algjörlega út af fyrir sig og við finnum fyrir auknum áhuga á slíkri gistingu á þessum tímum,“ segir Jóhann Pétur hjá GB-ferðum að lokum.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …