Samfélagsmiðlar

Margir áhugasamir um skíðaferðir í Alpana

Þrátt fyrir að ferðalög milli landa séu takmörkuð þessa dagana þá gera ófáir sér vonir um að komast til útlanda þegar líður á veturinn. Þar á meðal er stór hópur skíðaáhugafólks sem hefur skráð sig á lista hjá GB-ferðum.

Frá Andermatt í Sviss einum af áfangastöðum GB-ferða í Ölpunum.

„Við verðum með skíðaferðir til Evrópu í vetur því það er of mikil óvissa með Bandaríkin. Ferðir til Aspen eru því á ís þangað til Icelandair hefur flug til Denver á ný. Við kvörtum samt ekki því það er af nægu að taka í Evrópu, sérstaklega Sviss. Stóra málið hjá okkur í vetur verður Andermatt og Engelberg í Sviss ásamt Kitzbühel í Austurríki. Þetta eru skíðasvæði sem með aðgerðum sínum uppfylla allar ítrustu sóttvarnarkröfur. Við nýtum ferðir Icelandair til Zürich og München til að koma farþegum út,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB-ferðum.

Spurður um eftirspurnina þá segir Jóhann að hún sé til staðar þó vissulega sé hún minni en á sama tíma í fyrra vegna ástandsins. Síðustu tvær vikur hafi salan þó glæðst. 

„Skíðaunnendur ætla ekki að láta núverandi ástand stöðva sig í að bóka skíðaferð enda tryggjum við öryggi fólks. Nú þegar hafa sex hundruð manns skráð sig á lista og vilja komast í skíðaferð hjá okkur í vetur. Svo það sé tekið fram þá fá viðskiptavinir okkar fulla endurgreiðslu í þeim tilfellum að lönd loka. Við áætlum að selja 600 til 800 einstaklingum skíðaferð í vetur ef ástandið verður eðlilegra á ný,“ segir Jóhann Pétur.

Til hvaða ráðstafana hefur verið gripið á skíðasvæðunum vegna kórónuveirunnar? 

„Í fyrsta lagi hafa sóttvarnir aukist til muna. Það er grímuskylda í almenningssamgöngum, rútum, kláfum og lestum. Sum svæði, til að mynda Andermatt, hafa bætt við lyftum ásamt því að stækka flest útisvæði veitingastaða enda eiga flest smit sér stað innanhúss samkvæmt„European Centre for Disease Prevention and Control“. Þannig að það má færa fyrir því rök að skíða- og golfferðir, þar sem þú ert utanhúss stóran hluta dagsins og forðast mannþröng á örðum tímum, teljist öruggur ferðamáti.“

Er verðið á ferðunum sambærilegt við það sem var í fyrra?

„Undanfarna mánuði höfum við unnið að því að endursemja við alla okkar birgja. Í sumum tilfellum hefur það tekist vel. Við ætlum að bjóða sama verð og við gerðum í fyrra til Andermatt og Engelberg þrátt fyrir 20 prósentveikingu krónunnar. Lægsta verðið fyrir vikuferð með flugi er 139.000 kr. á mann í þriggja herbergja íbúð (6 saman í íbúð) hjá Andermatt Alpine Apartments. Þetta eru nýjar og glæsilegar íbúðir í Andermatt í öllum stærðum og gerðum. Þessi gisting er fyrir þá sem vilja vera algjörlega út af fyrir sig og við finnum fyrir auknum áhuga á slíkri gistingu á þessum tímum,“ segir Jóhann Pétur hjá GB-ferðum að lokum.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …