Það var víða slakað á ferðatakmörkunum í Evrópu í sumar en reglurnar voru þó mismunandi milli landa. Líka innan Norðurlandanna. Útlendingar máttu til að mynda ekki gista í Kaupmannahöfn í sumarbyrjun. Og Finnar og Norðmenn takmörkuðu ferðalög til sín meira en mörg önnur Evrópuríki gerðu, þar á meðal Ísland. Svíþjóð hefur haldið sínum landamærum opnum allt frá því að Covid-19 faraldurinn hófst.
Þrátt fyrir ólíkar aðgerðir þá hefur ástandið komið nokkuð jafnt niður á hótelum á Norðurlöndum fimm þegar horft er til gistinátta útlendinga. Fámennið hér á landi gerir það hins vegar að verkum að samdrátturinn á íslensku hótelunum var nokkru meiri en í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.