Norrænu ferðaskrifstofurnar sem Arion banki tók yfir í fyrrasumar skiluðu meira tapi á síðasta ári en dæmi eru um í ferðaskrifstofurekstri í Danmörku. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Travelco Nordic, segir skýringuna liggja í miklum niðurfærslum á eignum sem rekja megi til stöðunnar sem uppi er í heiminum.