Minni breytingar í leiðréttum hluthafalista

Hluthafalistinn sem Icelandair birti i fyrradag reyndist ekki réttur. Hann hefur nú verið leiðréttur.

MYND: BERLIN AIRPORT

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital seldi allan hlut sinn í Icelandair Group í lok síðustu viku. Sjóðurinn átti þá um 1,5 prósent hlut í samsteypunni. Í fyrradag var birtur nýr listi yfir stærstu hluthafa Icelandair Group, á heimsíðu fyrirtækisins, og sá var jafnframt sá fyrsti sem birst hafði eftir sölu brotthvarf PAR Capital út hluthafahópnum.

Túristi birti svo í gærkvöld grein sem byggði á þessum lista en af honum að dæma þá hafði Arion banki og lífeyrissjóðurinn Brú bætt við sig mörg hundruð hlutum í Icelandair. Eign Lífeyrissjóðs verzlunarmanna átti sömuleiðis að hafa aukist um eitt hundrað milljón hluti en gengi bréfa Icelandair hefur verið rétt tæplega ein króna á hlut í síðustu daga.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.