„Mun kosta Arion banka ógrynni af peningum“

Afskiptum Arion banka af Bravo Tours í Danmörku er ekki lokið og Heimsferðir heyra nú beint undir bankann. Áfram á svo eftir að finna lausn á stöðu fjögurra annarra ferðaskrifstofa sem bankinn á.

Fall Primera Air haustið 2018 varð til þess að eignarhald ferðaskrifstofa Andra Más Ingólfssonar var flutt til Danmerkur. Arion banki tók svo reksturinn yfir í fyrra. Mynd: London Stansted

Í uppgjöri Arion banka og Andra Más Ingólfssonar í sumarbyrjun í fyrra þá tók bankinn yfir danska eignarhaldsfélagið Travelco Nordic. Sjö ferðaskrifstofur á öllum fimm Norðurlöndunum, sem áður voru reknar undir merkjum Primera Travel Group, tilheyrðu þessu danska eignarhaldsfélagi.

Við yfirtökuna á ferðaskrifstofunum var það yfirlýst markmið bankans að koma þeim í hendur annarra sem fyrst. Aðeins ein þeirra, Terra Nova, seldist áður en heimsfaraldurinn hófst og fjárfestingar í ferðaþjónustu duttu upp fyrir. Fyrr í þessum mánuði óskuðu svo forráðamenn Travelco Nordic eftir greiðsluskjóli í Danmörku sem þeir fengu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.