Norlandair fékk úthlutað áætlunarflugi fyrir Vegagerðina til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði í byrjun september. Þá niðurstöðu kærði Flugfélagið Ernir sem sinnt hefur þessum flugleiðum síðustu ár. Í kjölfarið var málið tekið upp á ný og nú liggur fyrir hvernig ferðunum verður háttað næstu þrjú ár.