Þegar mest lét átti bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management 745 milljónir hluta í Icelandair Group. Bróðurpartinn af þessari eign keypti sjóðurinn í byrjun apríl í fyrra á 5,6 milljarða króna og bætti svo við bréfum mánuðina á eftir og varð stærsti hluthafinn í Icelandair.
Allt frá því í vor hefur PAR Capital hins vegar selt bréf í Icelandair í smáskömmtun og hefur eign sjóðsins þá dregist saman um nokkrar milljónir hluta í viku hverri.