Nýr ferðaþáttur í loftið

Ferðasögur frá fjarlægum löndum, bæði góðar og slæmar, verða rifjaðar upp í sjónvarpsþættinum Vegabréfið.

Vegabréfið hennar Snæfríðar Ingadóttir verður sýnt á N4.

„Þó lítið sé um ferðalög núna vegna heimsfaraldurs og stopulla flugsamgangna þá er enn hægt að ferðast í huganum og láta sig dreyma um fjarlæg lönd, “ segir Snæfríður Ingadóttur, umsjónarkona Vegabréfsins, nýs sjónvarpsþáttar sem brátt hefur göngu sína á N4.

Í þættinum munu vel valdir viðmælendur rifja upp ferðasögur og segist Snæfríður telja að á þessum skrítnu tímum þurfi fólk að fá smá útlönd inn í stofu til sín.

„Ferðalög snúast nefnilega um svo margt annað en bara ferðalagið sjálft. Það er undirbúningurinn, að leyfa sér að hlakka til ferðalagsins og svo eru það minningarnar úr ferðinni sem hægt er að ylja sér við aftur og aftur,“ bætir Snæfríður við.

Í fyrstu seríu Vegabréfsins verður meðal annars farið til Sambíu, Balí og Kanaríeyja.