Opið fyrir bókanir á ferðum sem eru ekki á flugáætlun

Það voru aðeins átján brottfarir á dagskrá Icelandair í þessari viku en helmingnum hefur verið aflýst. Til viðbótar selur félagið sæti í ferðir til borga sem eru ekki á flugáætluninni og þotur félagsins hafi ekki komið til svo vikum skiptir.

MYND: SIGURJÓN RAGNAR / ICELANDAIR

Þotur Icelandair munu eingöngu fljúga til Amsterdam, Boston, Kaupmannahafnar og London fram til lok næsta mánaðar samkvæmt flugáætlun félagsins. Sú tók gildi á mánudaginn en hefur nú þegar riðlast því allar brottfarir til bresku höfuðborgarinnar í þessari viku hafa fallið niður. Einnig ferðin til Kaupmannahafnar á miðvikudag.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.