Icelandair var á nýjan leik eitt um áætlunarferðir milli Íslands og Bandaríkjanna síðastliðinn vetur. Þar á undan höfðu nefnilega bæði Delta og WOW air veitt félaginu samkeppni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa miklu breytingu þá skar Icelandair niður framboð í ársbyrjun og um leið lækkaði sætanýtingin lítillega.
Hjá AerLingus, sem sækir mikið á sömu mið og Icelandair, var þróunin aftur á móti önnur. Írska flugfélagið jók framboði og nýtingin hækkaði en var þó lægri en hjá Icelandair.