Samfélagsmiðlar

Segir fjárfestinguna í Icelandair nema innan við 0,2 prósentum af eignum sjóðsins

Þó ríkisábyrgð sé á hluta af lífeyrisgreiðslum LSR geri það sjóðnum ekki kleift að taka meiri áhættu en öðrum segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR.

Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR en sjóðurinn er í dag stærsti hluthafinn í Icelandair Group.

Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group keypti A- og B-deild lífeyrissjóðsins LSR ný bréf fyrir rúmlega 1,8 milljarð króna. Þar með er LSR stærsti hluthafinn í félaginu með samtals 7,99 prósent. Hlutdeild sjóðsins í Icelandair samsteypunni nam 8,25 prósentum fyrir útboðið.

Það má ljóst vera að fjárfesting í flugrekstri er áhættusöm nú þegar útbreiðsla Covid-19 hefur dregið verulega úr samgöngum milli landa. Þannig tók Lífeyrissjóður verzlunarmanna og lífeyrissjóðurinn Birta ekki þátt í útboðinu og ekki heldur bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management. Þessir þrír sjóðir voru áður meðal stærstu hluthafa Icelandair Group.

Aðspurð hvort LSR geti tekið meiri áhættu í ljósi ábyrgðar ríkissjóðs á lífeyrisgreiðslum sjóðsins þá bendir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, á að einungis B-deildar hluti LSR njóti ábyrgðar og að sú deild sé í dag innan við fjórðungar af heildarstærð sjóðsins. „Því er ábyrgð ríkisins takmörkuð í fjárfestingum sjóðsins,“ bætir Harpa við.

Hún segir LSR fylgja fyrirfram mótaðri fjárfestingar- og áhættustefnu og þátttakan í Icelandair rúmist innan hennar. „Fjárfesting LSR í Icelandair í nýafstöðnu útboði nemur innan við 0,2% af heildareignum sjóðsins,“ segir Harpa.

Hlutahafahópur Icelandair hefur breyst töluvert eftir útboðið í síðasta mánuði. Og samkvæmt svörum frá lífeyrissjóðnum Gildi, sem á litlu minna í félaginu en LSR, þá væri ekki óeðlilegt að breytingar verði gerðar á stjórn félagsins. Kjörtímabil núverandi stjórnar er rétt rúmlega hálfnað.

Harpa segir að engin ákvörðun um framtíðarskipan stjórnar Icelandair hafi verið tekin innan LSR. En það er valnefnd sjóðsins sem geri tillögu um stjórnarmann í þeim félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í. Málið hefur ekki verið tekið fyrir í nefndinni.

Árið 2018 var mikil umræða um ört versnandi stöðu WOW air og líka Icelandair og möguleg gjaldþrot félaganna. Þó vissulega var hættan mun meiri á því að rekstur WOW myndi stöðvast. Á þessum tíma var Harpa framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Þá hafði Viðskiptablaðið eftir henni að önnur flugfélög myndu „grípa boltann“ og taka við flugleiðum sem skila hagnaði ef önnur félög dyttu út.

Spurð hvort hún telji að það myndi líka gerast í dag þá segir Harpa það ljóst vera að umhverfið hafi breyst mikið frá árinu 2018 þegar WOW var í vanda.

„Öll stærstu flugfélög heims hafa í dag dregið verulega úr starfsemi sinni vegna ferðatakmarkana í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Það sama gildir um þau erlendu flugfélög sem flogið hafa hingað til lands. Rétt eins og Icelandair þá hafa þau aðlagað framboð sitt að minni eftirspurn. Of snemmt er að spá fyrir um það nú hversu hratt framboð á flugi til og frá landinu eigi eftir að aukast á ný eftir að þessu tímabili lýkur,“ segir Harpa að lokum.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …