Samfélagsmiðlar

Segir flugmenn hafa lagt mest af mörkum

Formaður FÍA segir flugmenn Icelandair ósátta við þann fjölda upsagna sem þeir hafa þurft að sæta. Hann bendir á að stéttin hafi gefið mikið eftir af sínum kjörum. Einnig hafi flugmenn tekið þátt í hlutafjárútboðinu bæði persónulega og í gegnum eftirlaunasjóð sinn.

Nú um mánaðamótin misstu sextíu og átta flugmenn Icelandair vinnuna eða um helmingur þeirra sem ennþá var við störf hjá félaginu eftir niðurskurð síðustu mánaða. Engum flugfreyjum eða flugþjónum var sagt upp að þessu sinni en starfshlutfall þeirrar stéttar var fært niður í 75 prósent í lok ágúst til að koma í veg fyrir hópuppsagnir.

Stjórnendur Icelandair óskuðu hins vegar hvorki þá né nú eftir því að flugmenn myndu lækka starfshlutfall sitt til að koma í veg fyrir hópuppsögnina í fyrradag. Það staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, í svari til Túrista.

„FÍA biðlaði þó til Icelandair að skoða allar aðrar leiðir en uppsagnir. Til að mynda að kanna hug flugmanna til lækkunar starfshlutfalls tímabundið, bjóða eldri flugmönnum upp á starfslokasamninga eða nýta veturinn til þjálfunar á Boeing 737 MAX.“ Auk alls þessa þá buðust flugmenn jafnframt til að taka út áunnið orlof á meðan flugáætlun félagsins gerir ráð fyrir fáum ferðum bætir Jón Þór við.

Gefið eftir fjölda réttinda og fjárfest í félaginu

Hann segir flugmenn Icelandair ósátta við þann fjölda uppsagna sem hópurinn hefur þurft að sæta. „Það má öllum vera ljóst að flugmenn lögðu mest til af öllum hópum starfsmanna Icelandair í endurskipulagningu félagssins í kjölfar Covid-19 faraldursins. Flugmenn hafa opnað kjarasamninga sem voru í gildi í tvígang, seinkað umsömdum launahækkunum, skert laun tímabundið um helming og tekið á sig launalækkanir. Einnig aukið vinnuskyldu, rýmkað flug- og vakttíma, minnkað hvíldartíma, gefið eftir orlof, skert frídaga og tekið á sig  launafrystingu svo eitthvað sé nefnt.“

Formaður FÍA bendir einnig á þátttöku eftirlaunasjóðs félagsins í hlutafjárútboði Icelandair en sjóðurinn er nú meðal stærstu hluthafa samsteypunnar. Til viðbótar hafi flestir flugmenn félagsins tekið þátt persónulega í útboðinu til að tryggja framtíð félagsins bætir Jón Þór við.

Vetrinum hefði verið betur varið í þjálfun á MAX þoturnar

Vegna heimsfaraldursins þá hafa flest, ef ekki öll flugfélög, þurft að segja upp starfsmönnum og þar með flugmönnum. Jón Þór fullyrðir þó að ekkert flugfélag hafi sagt upp svo stórum hluta sinna flugmanna eins og Icelandair hefur gert.

„Það eru allar líkur á því að félagið þurfi á flugmönnum sínum að halda fyrr en seinna,“ segir formaður FÍA og vísar til þess að ef Icelandair ætli að taka Boeing MAX þotur í gagnið í vor þá þurfi hefja þjálfun fljótlega.

„Við teljum því að vetrinum hefði verið betur varið í þjálfanir sem nauðsynlegar eru til að viðhalda réttindum á núverandi flota og til tegundaráritanna á Boeing 737 MAX. Þjálfunin er tímafrek og gera má ráð fyrir að ekki þurfi minna en tvo mánuði til að þjálfa áhöfn til nýrrar tegundaráritunnar. Ef Icelandair ætlar að fljúga Boeing 737 MAX vélunum næsta vor mun þurfa að lágmarki um fjóra mánuði að ljúka þjálfunum á áhöfnum fyrir sex þotur.“

Jón Þór segir að önnur flugfélög, sem ætla að fljúga MAX þotum, séu um þessar mundir að skipuleggja þjálfun á tímabilinu frá nóvember næstkomandi og fram í janúar á næsta ári.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …