Nú um mánaðamótin misstu sextíu og átta flugmenn Icelandair vinnuna eða um helmingur þeirra sem ennþá var við störf hjá félaginu eftir niðurskurð síðustu mánaða. Engum flugfreyjum eða flugþjónum var sagt upp að þessu sinni en starfshlutfall þeirrar stéttar var fært niður í 75 prósent í lok ágúst til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. … Halda áfram að lesa: Segir flugmenn hafa lagt mest af mörkum
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn
Fréttir
Boða vantraust á umhverfisráðherrann
Afsláttur af metnaðarfullri loftslagsstefnu veldur pólitískri ókyrrð í Svíþjóð.
Fréttir
Frakkar reyna að hindra framgang kínverskra bílaframleiðenda
Frönsk stjórnvöld kynntu í vikunni reglur til að örva rafbílavæðinguna - án bíla frá Kína. Þetta er gert þrátt fyrir að evrópskir framleiðendur geti ekki svarað samkeppni frá Kína í framboði á ódýrari gerðum rafbíla.
Fréttir
Tvöfalt fleiri ferðir þó óseldu sætin hafi verið mörg í fyrra
Í janúar 2018 nýttu nærri 20 þúsund farþegar sér ferðir íslenskra flugfélaga frá Washington borg. Svo margir hafa þeir ekki verið fyrr né síðar á þessum tíma árs. Næstkomandi janúar eru Icelandair og Play með um 42 þúsund sæti á boðstólum.
Fréttir
Stefnuleysi og grænþvottur
„Ég sé ekki að nokkur skapaður hlutur sé að gerast. Hafnarmannvirki eru stækkuð til að taka á móti fleiri skemmtiferðaskipum og menn stæra sig af því að verið sé að tengja skipin við rafmagn í höfn. Þetta er að hluta til grænþvottur að mínu viti," segir Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu á Húsavík.
Fréttir
Meðal bestu flugfélaga heims að mati farþega
Icelandair hlaut í vikunni verðlaun sem veitt eru flugfélögum sem skara fram úr samkvæmt niðurstöðum könnunar sem framkvæmt er meðal farþega. Verðlaunin voru afhent á alþjóðlegri ráðstefnu APEX, Airline Passenger Experience Association. Icelandair er í flokki með níu öðrum flugfélögum í heiminum sem hljóta nafnbótina Five Star Major Airline samkvæmt því sem fram kemur í … Halda áfram að lesa: Meðal bestu flugfélaga heims að mati farþega
Fréttir
Ryanair ósátt við heimavöllinn
Felldar verða niður 17 áætlunarleiðir Ryanair frá flugvellinum í Dublin í vetur. Forráðamenn félagsins segja að meðal ástæðna séu þær að flugvöllurinn hafi enga umhverfisstefnu sem verðlauni þá sem menga minnst og að gjöld á farþega hafi verið hækkuð.
Fréttir
Áfram er Icelandair á niðurleið og bandarískir sjóðir losa sig við hlutabréf
Nú er að baki sumarvertíð sem var flugfélögum almennt mjög hagstæð. Gengi hlutabréfa Icelandair, sem og margra annarra flugfélaga, hefur engu að síður lækkað verulega að undanförnu.
Fréttir
Bretar stíga á bremsuna
Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að seinka banni við sölu á nýjum bensín- og dísilbílum er harðlega gagnrýnd af bílaiðnaðinum sem vinnur að orkuskiptum og hefur fjárfest mikið í nauðsynlegum tæknibreytingum. Ákvörðunin er talin skapa ringulreið í iðnaðinum og meðal neytenda.