Seldu 37 milljónir hluta í Icelandair

Vægi PAR Capital Management í hlutahafahópi Icelandair Group dregst áfram saman.

Skrifstofur PAR Capital Management eru til húsa í Claredon glerháhýsinu í Boston. MYND: ANTHONY DELANOIX / UNSPLASH

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management heldur áfram að losa sig við bréf í Icelandair Group líkt og leiða mátti líkur að. Síðastliðna viku hefur sjóðurinn selt um 7 prósent af bréfum sínum í samsteypunni eða um 37 milljónir hluta.

Á þessu tímabili hefur gengi hlutabréfa Icelandair verið nokkuð undir útboðsgenginu sem var ein króna á hvern hlut. Í dag hækkaði það þó töluvert eftir að tilkynnt var um sölu á þremur Boeing 757 þotum.

Eftir síðustu viðskipti þá á PAR Capital Management 1,78 prósent hlut í Icelandair Group. Hlutur sjóðsins fór hæst í rúm þrettán prósent en þar sem bandarísku fjárfestarnir tók ekki þátt í hlutafjárútboðinu í síðasta mánuði þá þynntist eign sjóðsins umtalsvert.

Þessi grein sem þú varst að lesa er öllum opin. Stór hluti þeirra greina sem nú birtast á Túrista eru hins vegar aðeins fyrir áskrifendur. Hér getur þú tryggt þér áskrift.