Selja farmiðana frá Íslandi ódýrt

Strangar ferðatakmarkanir draga ekki úr stjórnendum British Airways sem halda úti ódýru Íslandsflugi þessa dagana.

british airways

Þrátt fyrir að kröfur um að farþegar fari sóttkví hér á landi og í Bretlandi þá heldur breska flugfélagið British Airways áfram að fljúga hingað frá Heathrow flugvelli við London. Í boði eru allt að fjórar ferðir í viku, á mánudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

Af fargjöldunum að dæma þá eru ásóknin í þessi flug ekki mikil því ódýrustu fargjöldin í brottfarir næstu vikna eru í flestum tilfellum í kringum fimm þúsund krónur.

Farþegar British Airwats, sem hefja ferðalagið hér á landi, geta flogið beint áfram frá Heathrow til annarra landa án þess að fara í sóttkví. Og samkvæmt lauslegri athugun Túrista þá þá hækkar farið upp í 15 til 23 þúsund krónur ef tengiflug innan Evrópu er keypt með farmiðanum frá Íslandi.