Setja stefnuna á tíðari ferðir til Íslands fyrir jól

Stjórnendur easyJet hafa dregið verulega úr framboði að undanförnu. Núna fljúga þotur félagsins aðeins hingað frá Luton.

MYND: EASYJET

Á þessum tíma í fyrra tóku þotur easyJet á loft um átján hundruð sinnum á dag. Félagið var þar með það annað umsvifamesta í evrópskri lofthelgi. Núna eru ferðirnar um áttatíu prósent færri og það sem meira er þá hefur þeim fækkað um 53 prósent frá því í lok síðasta mánaðar.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Flugleiðsögustofnunnar Evrópu, Eurocontrol.

Á Keflavíkurflugvelli hefur easyJet lengi verið stórtækt miðað við flest önnur erlend flugfélög. Og nú í kórónuveirukreppunni þá heldur félagið aðeins úti reglulegum ferðum hingað frá Luton flugvelli skammt frá London.

Í eðlilegu árferði þá væri félagið einnig með að dagskrá Íslandsflug frá Bristol, Gatwick í London, Manchester og Edinborg. Þær ferðir liggja aftur á móti niðri en samkvæmt heimasíðu flugfélagsins er ætlunin að taka upp þráðinn í þessum borgum á ný rétt fyrir jól.

Bretar hafa lengi verið langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi yfir vetrarmánuðina. Nú er óvissan samgöngur næstu mánaða aftur á móti mikil vegna þeirra ströngu ferðatakmarkanna sem gilda. Þetta kom meðal annars fram í nýlegu viðtali Túrista við Hallgrím Lárusson, framkvæmdastjóra, Snæland Grímsson sem séð hefur um Íslandsreisur bresku ferðaskrifstofunnar TUI.