Þjálfunarflugstjórar Icelandair í eigin rekstur

Hjá V-one verður flugmönnum sem misst hafa vinnuna gert kleift að viðhalda starfsréttindum sínum og uppfylla kröfur um endurþjálfun. Fyrirtækið hefur einnig tekið að sér verkefni fyrir erlend flugfélög.

Starfsemi V-one fer að hluta til fram í TRU Flight Training við Flugvelli í Hafnarfirði. MYND: TRU FLIGHT TRAINING ICELAND

V-one er nýtt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfun og ráðgjöf fyrir flugmenn og flugfélög á alþjóðavísu. Fyrirtækið var stofnað af teymi þjálfunarflugstjóra Icelandair sem allir eiga það sameiginlegt að búa yfir víðtækri reynslu í starfi.

Hörður Þorvaldsson er einn þeirra og í samtali við Túrista segir hann markmiðið vera að nýta þá umgjörð, starfskrafta og þekkingu sem skapast hafi á Íslandi með kraftmiklum flugrekstri síðustu áratugi.

„V-one hefur þegar tekið að sér þjálfun fyrir erlend flugfélög sem býr til ný og gjaldeyrisskapandi störf og tekjur fyrir ferðaþjónustuna," bætir Hörður við.

Starfsemi V-one fer að hluta til fram í TRU Flight Training við Flugvelli í Hafnarfirði en þar er að finna flugherma fyrir Boeing 757, 767 og 737 MAX þotur. Icelandair er meirihluta eigandi í þjálfunarsetrinu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.