Samfélagsmiðlar

Töpuðu um sex milljörðum króna á Icelandair

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management fór illa út úr fjárfestingu sinni í Icelandair Group.

MAX þotur Icelandair voru á jörðu niðri allan þann tíma sem PAR Capital var einn af stærstu hluthöfum flugfélagsins.

Þegar boðað var til hlutahafafundar í Icelandair Group þann 30. nóvember árið 2018 var ætlunin að fá samþykki hluthafa fyrir kaupunum á WOW air. Einnig átti að greiða atkvæði um hlutafjárhækkun en tæpur helmingur hennar var eyrnamerktur Skúla Mogensen sem greiðsla fyrir flugfélagið hans.

Stuttu fyrir hluthafafundinn var fallið frá kaupunum á WOW air en hluthafafundurinn var engu að síður haldinn. Þar voru greidd atkvæði með hlutafjáraukningu upp á 625 milljón hluti.

Kyrrsetning MAX þotanna og gjaldþrot WOW air

Skúli Mogensen snéri sér hins vegar að samningaviðræðum við Indigo Partners. Þær skiluðu engu og féll félagið í lok mars 2019.

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management hefði keypt alla hlutafjáraukninguna sem samþykkt var fjórum mánuðum áður. Þar með átti sjóðurinn orðið 11,5 prósent í íslenska félaginu og varð einn af stærstu hluthöfunum. Kaupverðið var 5,6 milljarðar króna.

Tímasetningin á kaupunum í Icelandair lofaði góðu því nú hafði félagið losnað við sinn helsta keppinaut í flugi til og frá Íslandi. Samkeppnin við flugfélag Skúla hafði leikið Icelandair grátt eins og nærri sjö milljarða tap árið 2018 var vísbending um. Þetta sama ár skiluðu aftur á móti flest flugfélög hagnaði og þannig varð metafkoma hjá bæði SAS og Aer Lingus.

Það voru þó hindranir í veginum því tæpum hálfum mánuði fyrir fjárfestingu PAR Capital voru allar Boeing MAX þotur í heimunum kyrrsettar. Þar á meðal þau sex eintök sem Icelandair hafði tekið í notkun.

Nýttu sumarið til að bæta við hlutabréfum

Fáir gátu þó ímyndað sér að nærri nítján mánuðum síðar væru þoturnar ennþá á jörðu niðri. Og gera má ráð fyrir að sérfræðingar PAR Capital Managment, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í flugrekstri, hafi verið í þeim hópi.

Sumarið eftir héldu þeir nefnilega áfram að bæta við hlutabréfum í Icelandair og keyptu samtals 115 milljón hluti. Á þeim tíma var gengi hlutabréfanna á milli 9 til 11 krónur á hlut. Þessi viðbótar fjárfesting hefur þá kostað sjóðinn rúmlega einn milljarð króna en þarna var bandaríski sjóðurinn orðinn stærsti hluthafinn í Icelandair samsteypunni.

Undir sumarlok 2019 fór gengi hlutabréfanna að síga enda ljóst að kyrrsetning MAX þotanna hafði gríðarlega neikvæð áhrif á afkomu Icelandair. Tapið árið 2019 var aftur um sjö milljarðar króna.

Seldu bréf í smáskömmtum

Í byrjun mars í ár setur útbreiðsla Covid-19 flugáætlun Icelandair og annarra flugfélaga úr skorðum. Þá fór gengi hlutabréfa Icelandair niður í þrjár krónur á hlut og virði bréfa PAR Capital rétt um þriðjungur af því sem var við kaupin tæpu ári áður.

Bandaríkjamennirnir byrja svo að losa sig við hlutabréf í Icelandair í smáskömmtum enda fáir áhugasamir kaupendur á markaðnum. Gengið hélt svo áfram að síga en áfram seldi PAR Capital bréfin sín í Icelandair í hverri einustu viku með miklu tapi. Samanlagt má reikna með að sjóðurinn hafi tapað á bilinu 2 til 2,3 milljörðum króna á þessum vikulegu viðskiptum.

Eins og við var að búast tók PAR Capital ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair í síðasta mánuði en hélt þess í stað að selja bréfin sín eftir útboðið.

Nú í vikulok losaði sjóðurinn sig svo restina af bréfum sínum í Icelandair á genginu 0,87 krónur á hlut. Gera má ráð fyrir að tapið af þeirri sölu hafi verið tæpir fjórir milljarðar króna.

Svara ekki skilaboðum

Í heildina tapaði PAR Capital því rúmlega sex milljörðum á fjárfestingunni í Icelandair. Það er nokkru hærri upphæð en félagið keypti 11,5 prósent hlut fyrir í apríl í fyrra.

Þetta er þó vissulega ekki eina fjárfestingin sem PAR Capital hefur farið illa út úr að undanförnu. Sjóðurinn sérhæfir sig nefnilega í flugfélögum og tæknifyrirtækjum í ferðaþjónustu. Kórónuveirukreppan hefur komið sérstaklega illa niður á þessum geira.

Þess má geta að Túristi hefur árangurslaust gert fjölda tilrauna til að ná sambandi við stjórnendur PAR Capital.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …